Batareglurnar 8

Prentvæn útgáfa

1. Mér er ljóst að ég er ekki Guð...

1. Mér er ljóst að ég er ekki Guð. Ég viðurkenni að ég get ekki stjórnað tilhneigingu minni til að gera rangt og að líf mitt er óviðráðanlegt.

Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki.
(Matteusarguðspjall 5:3)

2. Ég trúi í einlægni að Guð sé til...

2. Ég trúi í einlægni að Guð sé til, að ég skipti Hann máli og að Hann hafi kraft til að hjálpa mér að ná bata.

Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.
(Matteusarguðspjall 5:4)

3. Ég tek meðvitaða ákvörðun...

3. Ég tek meðvitaða ákvörðun um að leggja líf mitt og vilja í umsjá og stjórn Krists.

Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
(Matteusarguðspjall 5:5)

4. Ég skoða og játa opinskátt galla mína...

4. Ég skoða og játa opinskátt galla mína fyrir sjálfum mér, Guði og einhverjum sem ég treysti.

Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
(Matteusarguðspjall 5:8)

5. Ég gefst sjálfviljugur undir hverja þá breytingu...

5. Ég gefst sjálfviljugur undir hverja þá breytingu sem Guð vill gera í lífi mínu og bið Hann auðmjúklega að fjarlægja persónuleikabresti mína.

Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu.
(Matteusarguðspjall 5:6)

6. Ég legg mat á öll mín sambönd....

6. Ég legg mat á öll mín sambönd. Ég fyrirgef þeim sem hafa sært mig og bæti fyrir skaða sem ég hef valdið öðrum, nema það skaði þá eða aðra.

Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. (Matteusarguðspjall 5:7)
Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. (Matteusarguðspjall 5:9)

7. Ég ver daglega tíma með Guði til sjálfsskoðunar...

7. Ég ver daglega tíma með Guði til sjálfsskoðunar, biblíulestrar og bænar. Til að kynnast Guði og vilja Hans fyrir líf mitt og öðlast kraft til að fara eftir Hans vilja.

8. Ég gefst Guði...

8. Ég gefst Guði til að Hann noti mig til að flytja Góðu fréttirnar til annarra, bæði með fordæmi mínu og orðum.

Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. (Matteusarguðspjall 5:10)

CR er

12. spora samtök sem skilgreina Jesú Krist sem Æðri mátt.

Listar

Ertu að fylla út listana? Þú finnur uppfærða lista undir vinnublöð hér á síðunni.